Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Gunnar og Elma ný í forystu L-listans

Gunnar Líndal Sigurðsson og Elma Eysteinsdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Gunnar Líndal Sigurðsson verður í efsta sæti L-listans við bæjarstjórnarkosningarnar í vor og Elma Eysteinsdóttir í öðru sæti. Hvorugt hefur tekið þátt í stjórnmálastarfi áður. Núverandi bæjarfulltrúar listans verða í næstu sætum, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, í þriðja sæti og Andri Teitsson í því fjórða.

Gunnar Líndal er forstöðumaður rekstrardeildar Sjúkrahússins á Akureyri. „Ég hef mikla reynslu af rekstri og stjórnun og mig langar að nýta hana til að byggja upp bæinn okkar og efla hér atvinnulíf, íþrótta- og tómstundastarf og samfélagið í heild sinni,“ sagði hann við Akureyri.net í dag, spurður hver væri ástæða þess að hann gæfi kost á sér.

Elma er ÍAK einkaþjálfari og húsmóðir : „Mig langar til að taka þátt í að efla Akureyri,“ segir hún. „Mér finnst ég hafa mikið fram að færa til að gera góðan bæ betri og ennþá skemmtilegri fyrir unga sem aldna.“

Listi fólksins bauð fyrst fram í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 1998 og hefur átt bæjarfulltrúa allar götur síðan. Listinn náði þeim sögulega árangri í kosningunum 2010 að fá sex menn kjörna og hreinan meirihluta; það hefur engu öðru framboði tekist, hvorki fyrr né síðar.

Nöfn annarra frambjóðenda en fjögurra efstu verða tilkynnt síðar.

Gunnar Líndal Sigurðsson, Elma Eysteinsdóttir, Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45