Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Frelsi á Akureyri

Áherslur vinstri grænna snúast um frelsi. Frelsi sem flestra, ekki foréttindafrelsi þeirra sem standa best að vígi, t.d. vegna þess að þau fæddust inn í efnaða fjöskyldu.

Líklegast myndu mörg segja að frelsi sé það að fólk geti gert það sem það langar til.

Þessi skilgreining er ekki alveg fullnægjandi ein sér því við verðum að muna eftir því að að ef einhver notar frelsi sitt þannig að það skemmir fyrir möguleikum annara til að njóta frelsis í sama mæli, skiptir „frelsið“ um eðli við þau mörk. Þegar farið er þannig yfir strikið getur það gerst að „frelsið“ umsnúist yfir í yfirgang og/eða frekju sem ætti ekki að viðgangast.

Vegna þess að við búum í samfélagi tengjast siðferðislegar skyldur frelsinu. T.d. fylgir tjáningarfrelsinu skylda til að hleypa öðrum röddum að. Ef athafnir eins hóps spilla friðhelgi og upplifun annars hóps verða yfirvöld að stíga inn og leita alvöru leiða til úrbóta.

Möguleikar fólks til að njóta frelsis eru misjafnir og það er eðlileg skylda samfélagsins að haga reglum og aðgerðum þannig þessi mismunur verði sem minnstur. Alvöru frelsi verður ekki að veruleika nema það sé gert. Til dæmis verður að vera í forgangi að jafna möguleika barna til að njóta sín óháð efnahag og stöðu foreldra. Og munið, það á heldur ekki að skipta miklu máli hvort þau búa í Grímsey, Hrísey eða inn við Poll.

Ásrún Ýr Gestsdóttir skipar 2. sæti á lista VG fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og Ólafur Kjartansson skipar 7. sæti

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45