Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Framsóknarmenn halda opið prófkjör í mars

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen voru kjörin í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn við síðustu kosningar. Hvorugt verður í framboði í vor. Ljósmynd af Akureyri: Þorgeir Baldursson.

Framsóknarmenn ætla að halda opið prófkjör þar sem kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Í tilkynningu frá flokknum eru allir Akureyringar hvattir til þess að kjósa.

„Við höfum orðið vör við mikinn áhuga á störfum og stefnu Framsóknarflokksins og með prófkjörinu viljum við opna flokksstarfið fyrir bæjarbúum,“ segir Sigfús Karlsson, formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri og nágrenni.

Tilkynningin sem félagið sendi frá sér í dag er svohljóðandi:

„Á fjölmennum fundi Framsóknarfélaganna á Akureyri fyrr í dag var samþykkt að halda opið prófkjör til sveitarstjórnarkosninga þann 12. mars næstkomandi. Búast má við líflegri baráttu um fyrstu sætin enda stefnir í mikla endurnýjun í bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, gefur ekki kost á sér í vor og Ingibjörg Ólöf Isaksen hefur sem kunnugt er horfið til þingstarfa sem fyrsti þingmaður kjördæmisins.

Kosið verður um fimm efstu sætin og eru allir Akureyringar hvattir til að taka þátt í lýðræðislegu vali á sínum eigin bæjarfulltrúum enda er sú ákvörðun best komin nú í höndum bæjarbúa.“

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45