Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Frambjóðendur á fundi hjá Þórsurum í kvöld

Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir súpufundum í félagsheimilinu Hamri undanfarið með fulltrúm allra framboða í bæjarstjórnarkosningunum. Í kvöld verður haldinn fundur þar sem fulltrúar allra framboða nema eins mæta til leiks.

Á fundinum verða framboðin „með stutta framsögu/kynningu á sínum stefnumálum áður en Þórsurum gefst svo tækifæri til að spyrja spurninga,“ segir á heimasíðu Þórs.

„Er hér á ferðinni einstakt tækifæri til að kynnast stefnu flokkanna í þeim málefnum er snúa að íþróttum og tómstundum á Akureyri. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllum og hvetjum við alla Þórsara til að koma og sýna frambjóðendum hversu stórt og öflugt okkar frábæra félag er,“ segir þar.

Fundurinn hefst klukkan 20.00 í Hamri. Fulltrúar átta framboða af níu mæta, allra nema Kattaframboðsins. Þrír fulltrúanna verða oddvitar viðkomandi framboðs að sögn Reimars Helgasonar, framkvæmdastjóra Þórs.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45