Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fyrrum félagar í Flokki fólksins, en nú óflokksbundnir.

Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi hefur óskað eftir að vera tímabundið leystur frá störfum sem bæjarfulltrúi og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði til 15. apríl 2024. Beiðni hans þess efnis verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Jafnframt verður tekin fyrir tillaga Brynjólfs um að Jón Hjaltason, sem skipaði 3. sæti á framboðslista Flokks fólksins fyrir kosningar í bæjarstjórn vorið 2022, taki sæti Brynjólfs sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.

Brynjólfur var efstur á F-lista, Flokks fólksins, í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2022. Listinn fékk 1.114 atkvæði og einn mann kjörinn. Fljótlega eftir kosningar blossuðu upp deilur innan flokksins á Akureyri þar sem Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem skipuðu 2., 4. og 5. sæti listans, sökuðu Brynjólf, Jón og Hjörleif Hallgríms um svívirðilega framkomu í sinn garð.

Þann 4. október 2022 tilkynnti Brynjólfur bæjarstjórn um úrsögn sína úr Flokki fólksins, en jafnframt að hann hygðist sitja áfram í bæjarstjórn sem óflokksbundinn bæjarfulltrúi. Jón Hjaltason sagði sig einnig úr flokknum. Báðir héldu þeir áfram störfum í bæjarstjórn og nefndum sem þeir höfðu verið kjörnir í eftir kosningarnar í trássi við vilja stjórnar Flokks fólksins, sem fór fram á að báðir stigju til hliðar „svo fulltrúar flokksins geti sinnt skyldum sínum gagnvart kjósendum og gætt hagsmuna þeirra,“ eins og segir í bréfi stjórnarinnar til Brynjólfs og Jóns þegar úrsagnir þeirra úr flokknum voru staðfestar.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Svo rís um aldir árið hvurt um sig

Skapti Hallgrímsson skrifar
31. desember 2022 | kl. 16:15