Fara í efni
Sveitarstjórnarmál

Ásrún Ýr vill leiða lista VG í kosningunum

Ásrún Ýr Gestsdóttir býður sig fram í oddvitasæti á lista VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún tilkynnti um framboðið á félagsfundi VG á Akureyri og nágrenni í kvöld.

Á félagsfundi VG á Akureyri og nágrennis í kvöld tilkynnti ég um framboð mitt til þess að leiða lista VG á Akureyri í komandi sveitastjórnarkosningum.

„Ég hef gegnt ýmsum störfum fyrir VG bæði innan sveitarfélagsins og á landsvísu. Á líðandi kjörtímabili hef ég setið fyrir hönd VG í frístundaráði og núna hinu nýja sameinaða fræðslu- og lýðheilsuráði Akureyrarbæjar. Ég hef einnig setið sem varaformaður svæðisfélags VG Akureyrar og nágrennis síðustu fimm ár,“ segir Ásrún Ýr í tilkynningu.

„Ég bjó í 11 ár á neðri Brekkunni á Akureyri en flutti á æskuslóðirnar í Hrísey í lok síðasta árs með eiginmanni mínum og börnum. Börnin ganga nú í Hríseyjarskóla eftir að hafa varið leikskólaárum og fyrstu bekkjum grunnskóla á Akureyri. Ég starfaði lengst af á öldrunarheimilinu Hlíð og í Krambúðunum báðum þegar ég bjó á Akureyri. Ég stunda nám við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri þar sem ég legg áherslu á byggðaþróun.

Ég hlakka til að takast á við það krefjandi verkefni sem forval VG verður.“

  • Sóley Björk Stefánsdóttir er eini bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Hún hefur tilkynnt flokksfélögum sínum að hún gefi ekki kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins í vor.

Ný könnun: 88% ánægð með að búa á Akureyri

Skapti Hallgrímsson skrifar
05. mars 2024 | kl. 12:30

Hilda Jana: Krefjumst tafarlausra úrbóta

Skapti Hallgrímsson skrifar
04. mars 2024 | kl. 14:00

Skipa samninganefnd vegna Blöndulínu 3

Skapti Hallgrímsson skrifar
15. janúar 2024 | kl. 13:00

Opið fyrir umsóknir á lista Nýs upphafs

Skapti Hallgrímsson skrifar
11. janúar 2024 | kl. 10:30

Nýtt „millistykki“ fyrir framboð einstaklinga

Skapti Hallgrímsson skrifar
19. október 2023 | kl. 20:00

Brynjólfur Ingvarsson óskar tímabundins leyfis

Haraldur Ingólfsson skrifar
17. október 2023 | kl. 09:45