Fara í efni
Skógræktarfélag Eyfirðinga

Akureyrarmótið: Úrslit ráðin í öldungaflokkum

Birgir Ingvason, til vinstri, og Heimir Jóhannsson á 18. og síðustu flötinni á Jaðarsvelli í kvöld. Birgir hafði talsverða yfirburði og Heimir varð lang-næst fyrstur! Mynd: Skapti Hallgrímsson

Í dag lauk keppni í öldungaflokkum á Akureyrarmótinu í golfi og því ljóst hver verða krýnd Akureyrarmeistarar í lokahófinu annað kvöld.

  • Í öldungaflokki karla 70+ hafði Birgir Ingvason talsverða yfirburði og var í efsta sæti allan tímann. Hann lék hringina þrjá á samtals 232 höggum, eða 19 höggum yfir pari. Heimir Jóhannsson varð annar á 243 höggum (30 högg yfir pari) og bronsið hlýtur Guðmundur Gíslason með 273 högg samtals (60 yfir pari).  

Lokastöðuna í flokknum má sjá hér.

Tveir efstu þeirra elstu! Birgir Ingvason, til hægri, sigraði í flokki 70 ára og eldri og Heimir Jóhannsson varð annar.

  • Í öldungaflokki kvenna 50+ var Guðrún Sigríður Steinsdóttir sömuleiðis með örugga forystu allt mótið og lauk leik á 253 höggum, eða 40 höggum yfir pari. Unnur Elva Hallsdóttir náði öðru sætinu á 264 höggum (51 yfir pari) og þriðja varð Birgitta Guðjónsdóttir á 270 höggum (57 yfir pari).

Lokastöðuna í flokknum má sjá hér.

Þrjár efstu í flokki 50 ára og eldri. Frá vinstri: Unnur Elva Hallsdóttir, sem varð önnur, sigurvegarinn Guðrún Sigríður Steinsdóttir og Birgitta Guðjónsdóttir, sem varð í þriðja sæti. Mynd: Skapti Hallgrímsson

  • Og í öldungaflokki karla 50+ var Anton Ingi Þorsteinsson efstur allt til loka. Hann lék á 223 höggum samtals, eða 10 höggum yfir pari. Annar varð Guðmundur Sigurjónsson á 227 höggum (14 yfir pari) og Jón Steindór Árnason aðeins höggi þar á eftir í þriðja sætinu á 228 höggum (15 yfir pari).

Lokastöðuna í flokknum má sjá hér.

Fimmtíu plús – Frá vinstri: Guðmundur Sigurjónsson, sem varð annar, sigurvegarinn Anton Ingi Þorsteinsson og Jón Steindór Árnason, sem varð í þriðja sæti. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Aðrir flokkar eiga eftir að leika einn hring og að honum loknum annað kvöld verður lokahóf og verðlaunaafhending á Jaðri.

Stöðu allra keppenda í öllum flokkum má sjá hér.