Fara í efni
Skógarböðin

Íþróttafólk KA heiðrað á 98 ára afmælishátíð

Þau voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona KA árið 2024; Alex Cambray Orrason lyftingakappi og blakarinn Julia Bonet Carreras. Bæði eru tilnefnt aftur að þessu sinni.

Haldið verður upp á 98 ára afmæli Knattspyrnufélags Akureyrar í dag, sunnudag 11. janúar, við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 16:30 í KA-heimilinu. Tilkynnt verður hver hafa verið kjörin íþróttakarl og íþróttakona KA árið 2025, einnig verður tilkynnt um lið ársins og þjálfara ársins auk þess sem Böggubikar er afhentur bæði dreng og stúlku

Eftirfarandi íþróttamenn eru tilnefndir til viðurkenninga að þessu sinni.

  • Íþróttakarl KA – Alex Cambray (kraftlyftingar), Bjarni Ófeigur Valdimarsson (handknattleikur), Hallgrímur Mar Steingrímsson (knattspyrna), Sólon Sverrisson (fimleikar), Zdravko Kamenov (blak).
  • Íþróttakona KA – Anna Þyrí Halldórsdóttir (handknattleikur), Drífa Ríkarðsdóttir (kraftlyftingar), Julia Bonet Carreras (blak), Margrét Árnadóttir (knattspyrna).
  • Lið ársins – Meistaraflokkur karla í blaki, meistaraflokkur kvenna í blaki, U16 lið stúlkna í blaki, 2. flokkur karla í knattspyrnu, 3. flokkur kvenna í knattspyrnu, 5. flokkur karla í handknattleik og 5. flokkur stúlkna (KA/Þór) í handknattleik.
  • Þjálfari ársins – Andri Snær Stefánsson (handknattleikur), Egill Daði Angantýsson (knattspyrna), Eirini Fytrou (júdó), Karl Kristján Benediktsson (handknattleikur), Miguel Mateo Castrillo (blak), Paula del Olmo (blak), Sindri Skúlason (knattspyrna).

Böggubikarinn verður afhendur í 12. skipti í ár. Um er að ræða farandbikar sem veittur er pilti og stúlku, á aldrinum 16-19 ára sem þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Bikarinn er veittur í minningu Sigurbjargar Níelsdóttur, Böggu, sem lést 2011 langt fyrir aldur fram. Tilnefningar í ár:

  • Böggubikar stúlkna – Bergrós Ásta Guðmundsdóttir (handknattleikur), Bríet Jóhannsdóttir (knattspyrna) og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir (blak).
  • Böggubikar drengja – Antoni Jan Zurawski (blak), Patrekur Páll Pétursson (fimleikar), Úlfar Örn Guðbjargarson (handknattleikur), Þórir Hrafn Ellertsson (knattspyrna).