Fara í efni
Sjúkrahúsið á Akureyri

Grímuskylda á sjúkrahúsinu

Mynd: Þorgeir Baldursson

Inflúensa hefur herjað á Akureyringa og nærsveitunga undanfarið og vegna fjölda inflúensutilfella á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið ákveðið að setja á grímuskyldu á lyflækninga- og skurðlækningadeild auk bráðamóttöku. Þetta var tilkynnt á vef stofnunarinnar í morgun. „Sú skylda á við alla, starfsfólk sem og gesti,“ segir þar.

  • Í upphaflegri tilkynningu á vef SAk kom fram að grímuskylda væri á tveimur deildum, lyflækninga- og skurðlækningadeild, en bráðamóttökunni var síðar bætt við og frétt akureyri.net breytt í kjölfarið.