Óveður
Þrjú sóttu um embætti skólameistara VMA
21.05.2025 kl. 14:20

Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA flytur ávarp við brautskráningu nemenda í desember á síðast ári. Hún lætur af störfum í sumar. Mynd: Hilmar Friðjónsson
Þrjár umsóknir bárust um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri. Einn þeirra sem sækir um er Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari VMA undanfarin ár.
Þessi þrjú sóttu um, allt starfsmenn skólans:
- Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari VMA
- Daníel Freyr Jónsson, kennari við VMA
- Harpa Jörundardóttir, sviðsstjóri brautabrúar og starfsbrautar VMA
Sigríður Huld Jónsdóttir hefur gegnt embætti skólameistara VMA síðan 1. janúar 2016 en sagði starfi sínu lausu á síðasta ári og hættir í vor.
Embættið var auglýst laust til umsóknar 28. apríl sl. með umsóknarfresti til og með 14. maí. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára, frá 1. ágúst næstkomandi.