Fara í efni
Óveður

Óveðrið á Akureyri – MYNDIR II

Skarð var rofið til að hleypa vatni af Kaldbaksgötu og Strandgötu út í tjörnina ofan við Oddeyrarbryggju. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fleiri myndir sem sýna hvernig aðstæður eru neðst og syðst á Oddeyri í dag. Mikið tjón varð hjá Blikk- og tækniþjónustunni eins og greint var frá áðan, þessar myndir eru allar teknar í grennd við húsnæði fyrirtækisins. Þarna sést vel hvernig skarð var rofið í götu og gangstétt og vatni hleypt út í sjó. Starfsmenn Akureyrarbæjar, Slökkviliðs Akureyrar og félagar í Björgunarsveitinni Súlum voru að störfum.