Fara í efni
Minjasafnið á Akureyri

KA með júdó fyrir fólk með þroskahömlun

Eirini Fytrou, júdóþjálfari hjá KA ásamt ungum iðkendum á afmælishátíð ÍBA í Boganum í desember á síðasta ári. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Júdódeild KA á Akureyri tekur þátt í evrópsku verkefni um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun (JIDP). Eirini Fytrou, þjálfari hjá félaginu, var ein af 86 þjálfurum frá 14 löndum sem sóttu ráðstefnu tengda verkefninu í Madríd 10.-12. júlí. Á heimasíðu KA segir að verkefnið styrki stöðu félagsins sem íþróttafélag sem leggur áherslu á íþróttaiðkun fyrir alla.

Ráðstefnan var haldin af spænska júdósambandinu og bauð upp á:

  • Málstofur um öryggisreglur
  • Nýtt flokkunarkerfi fyrir iðkendur
  • Verklegar æfingar og kennsluaðferðir
  • Sérstaka aðlögunarkata fyrir þennan hóp
  • Æfingu undir stjórn Marinu Fernandez Ramirez, landsliðsþjálfara Spánar fyrir fatlaðra


Framtíðarsýn KA

JIDP verkefnið miðar að því að nota júdó til að auka félagslega aðlögun unglinga með þroskahömlun. Þekking og reynsla sem Eirini hefur öðlast mun nýtast beint í starfi Júdódeildar KA, segir enn fremur í fréttinni. Félagið stefnir að því að byggja upp öflugt júdóstarf fyrir fólk með þroskahömlun á Akureyri á komandi misserum og vera þannig í fararbroddi á þessu sviði á Íslandi.

 

May be an image of 4 people, people performing martial arts and text

Hópurinn sem tók þátt í ráðstefnunni í Madrid. Mynd: Facebook síða Judo Intellectual Disability Project