Fara í efni
MA – VMA

Þórsarar taka á móti Valsmönnum í Höllinni

Nikola Radovanovic fór hamförum í marki Þórs gegn ÍR á heimavelli í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum gegn Val í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar fá meistarakandidata Vals í heimsókn í kvöld í þriðju umferð Olísdeildarinnar, efstu deildar Íslandsmóts karla í handbolta. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 18:30.

Mikil stemmning var í stúkunni í fyrsta heimaleik Þórs í efstu deild um margra ára skeið og vænta má að ekki verði síður fjörugt í kvöld þegar Valsarar mæta í Höllina. Fyrir mótið var þeim spáð efsta sæti deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum liðanna. Hinn litríki þjálfari Ágúst Jóhannsson tók við Valsliðinu fyrir þetta tímabil en áður var hann búinn að stýra sigursælu kvennaliði félagsins um margra ára skeið.

Þór er með tvö stig að loknum tveimur leikjum; liðið vann góðan sigur á ÍR í Höllinni í fyrstu umferðinni en tapaði á útivelli fyrir Íslandsmeisturum Fram um síðustu helgi. Valsmenn eru einnig með tvö stig; þeir unnu Stjörnuna með fimm marka mun í fyrstu umferðinni en töpuðu með sama mun gegn FH í annarri umferð. 

  • Leikir kvöldsins verða sendir út á Handboltapassanum.
  • Hægt er að fylgjast með gangi máli á HBStatz tölfræðisíðunni á vef HSÍ.