Fara í efni
Landsbankahúsið við Ráðhústorg

Akureyrarvaka fyrir fjölskyldufólk!

Handbrúður verða skapaðar, þegar Jonna og Brynhildur bjóða til listasmiðju í Hofi á morgun, laugardag. Mynd: visitakureyri

Akureyrarvaka, árleg afmælishátíð bæjarins, verður í dag og á morgun. Viðburðir Akureyrarvöku eru fjölmargir, og oft er erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum. Akureyri.net tekur saman hugmyndir að viðburðum fyrir mismunandi áhugasvið eða stemningu, en hér tökum við saman áhugaverða og barnvæna viðburði fyrir fjölskyldufólk:

 

Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og krakkar úr elstu deildum leikskólanna Tröllaborgar og Krógabóls flagga Akureyrarvökufánanum og syngja afmælissöng fyrir bæinn okkar klukkan 10.15 í dag efst í Listagilinu. Ívar Helgason spilar og syngur nokkur skemmtileg lög með börnunum í tilefni dagsins. 

Dagskráin í Hofi á laugardeginum er mjög fjölskylduvæn, en þar verður til dæmis sýndur Fuglakabarett kl 14, þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur þetta skemmtilega verk eftir Hjörleif Hjartarson og Daníel Þorsteinsson. Jonna og Brynhildur verða með listasmiðju þar sem búnar verða til handabrúður og hægt verður að skoða og prófa leikmuni og búninga LA. 

Í Lystigarðinum verður Leikhópurinn Lotta með söngvasyrpu kl 13, en viðburðurinn er ókeypis í boði Akureyrarvöku.

Á Ráðhústorgi verður Skátafélagið Klakkur með skátapopp, sykurpúða, sápukúlur, krítar, risatafl og risa tetris á milli 14-16.30. Kl. 15.30 - 16 verða svo stuðpinnarnir Gerður Ósk og Hildur Sólveig með götudanspartí fyrir alla fjölskylduna.

Á hverfishátíðinni Eyrarfest á Eiðsvelli verða fjölskylduleikir, en aðalhátíðarhöldin þar fara fram á milli 12-16.

Á MA túninu verða Víkingatjaldbúðir um helgina, þar sem hægt verður að sjá víkingaleiki, bardagalist, axar- og spjótkast, svo eitthvað sé nefnt.

Stórtónleikar Akureyrarvöku verða fjölbreyttir og góð fjölskylduskemmtun. Fram koma Todmobile, Flóni , Elín Hall, Hjálmar, Strákurinn fákurinn og Skandall.

 

Hlekkir á viðburðina: