Fara í efni
Körfuknattleikur

Þórsarar unnu með 10 stiga mun í Borgarnesi

Reynir Róbertsson lék mjög vel með Þórsliðinu í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór sigraði Skallagrím í Borgarnesi í gærkvöldi með 10 stiga mun 87:77, í 1. deild karla í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins.

Þórsarar eru þar með komnir með átta stig en eru áfram í áttunda sæti þegar 11 umferðum er lokið.

  • Skorið eftir leikhlutum: 28:28 – 15:17 – 43:45 – 11:22 – 23:20 – 77:87 

Fyrri hálfleikurinn var í járnum lengst af, heimamenn yfirleitt skrefi á undan framan af, en Þórsarar höfðu tveggja stiga forskot í hálfleik. Þeir stungu síðan af í þriðja leikhluta, unnu hann með 11 stiga mun og lögðu þá grunninn að öruggum sigri. Þór var mest 18 stigum yfir en munurinn 10 stig þegar lokaflautið gall sem fyrr segir.

Harrison Butler og Reynir Róbertsson voru stigahæstir Þórsara, Harri með 27 stig og Reynir 22 stig. Jason Gigliotti tók 14 fráköst.

Helsti munur á tölfræði liðanna var nýting í 2ja stiga skotum – Þórsarar nýttu 69% þeirra skota en heimamenn aðeins 40%.

Stig/fráköst/stoðsendingar Þórsara: 

Harrison Butler 27/7/4, Reynir Róbertsson 22/4/4, Jason Gigliotti 15/14/1, Baldur Örn Jóhannesson 7/8/3, Smári Jónsson 6/5/3, Páll Nóel Hjálmarsson 6, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 2/2, Hákon Hilmir Arnarsson 2, Róbert Orri Heiðmarsson 0/0/2.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum