Reynsla KR-inga réði baggamuninn gegn Þór
Þórsarar töpuðu með fjögurra stiga mun fyrir KR, 92:88, í Domino's deildinni í körfubolta í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi, eins og fram kom hér á Akureyri.net þá.
- Skorið í hverjum leikfjórðungi var sem hér segir: 18:19 – 15:23 (33:42) – 29:22 – 26:28 (88:92)
KR-ingar eru ekki komnir með alvöru miðherja, stóran leikmann inni í teig, þannig að Ivan Aurrecoechea bar höfuð og herðar yfir aðra, enda skoraði hann 30 stig, tók 19 fráköst og átti að auki tvær stoðendingar. Þórsarar náði því miður ekki að nýta sér yfirburði að þessu leyti til sigurs, en naumt var það.
Til að fræðast frekar um leikinn er vert að benda mönnum á frábæra umfjöllun Karls Jónssonar á Vísi; beina textalýsingu á leiknum, ítarlega umfjöllun og viðtöl. Smellið HÉR til að lesa umfjöllun Karls.
Næsti heimaleikur Þórsara er strax á fimmtudaginn, og það verðurinn enginn smá bardagi; Norðurlandsslagur af bestu gerð, þegar Tindastóll frá Sauðárkróki kemur í heimsókn.