Fara í efni
Körfuknattleikur

Pólskur línumaður til liðs við KA-menn

Handknattleiksdeild KA hefur samið við pólskan leikmenn, Kamil Pedryc, sem skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kamil, sem verður 29 ára síðar í mánuðinum, „er afar öflugur línumaður sem ætti bæði að styrkja sóknar- og varnarlínu okkar unga liðs á komandi vetri,“ segir á heimasíðu KA.

„Kamil er stór og stæðilegur en hann er 197 cm á hæð og um 100 kíló. Hann gengur í raðir KA frá pólska liðinu Zaglebie Lubin. Þar áður lék hann með pólsku liðunum Energa MKS Kalisz og UNIA Tarnow.“

Nánar hér á heimasíðu KA