Fara í efni
Körfuknattleikur

KA/Þór fær Val2 í heimsókn í KA-heimilið

Anna Þyrí Halldórsdóttir leikur stórt hlutverk í liði KA/Þórs. Mynd: Þórir Tryggvason

Kvennalið KA/Þórs í handbolta fær B-lið Vals, Val2, í heimsókn í kvöld í Grill66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl. 18.30.

Þetta er þriðji leikur beggja liða í deildinni. Stelpurnar okkar í KA/Þór burstuðu B-lið Hauka, Hauka2, 33:15, í fyrstu umferðinni á heimavelli en gerðu síðan jafntefli, 25:25, við Aftureldingu á útivelli.

B-lið Vals tapaði í fyrstu umferð fyrir Aftureldingu með þriggja marka mun en sigraði svo lið Víkings með sex marka mun