Fara í efni
Körfuknattleikur

Jóan Símun og Rodri framlengja hjá KA

Myndir af X-reikningi KA.

Knattspyrnumennirnir Jóan Símun Edmundsson og Rodrigo Gomez Mateo hafa framlengt samninga sína við KA út keppnistímabilið 2026. Félagið greindi frá tíðindunum í gærkvöld á samskiptamiðlinum X.

Jóan Símun er 34 ára og var í lykilhlutverki sem sóknarmaður hjá KA síðari hluta sumarsins í fyrra og skoraði m.a. fjögur mörk í deildinni. Hann kom fyrst til KA árið 2023 og sneri síðan aftur fyrir tímabilið í fyrra. Hinn 37 ára Rodri er að fara að hefja sitt sjöunda tímabil með KA og hefur frá upphafi verið einn af máttarstólpum liðsins sem varnarsinnaður miðjumaður, auk þess að leysa fleiri stöður.