Fara í efni
Körfuknattleikur

Igor Chiseliov með Þór í dag – Þórður í banni

Þórður Tandri Ágústsson og Igor Chiseliov á æfingu með Þór á dögunu. Chiseliov verður í fyrsta skipti með Þór í dag en Þórður Tandri tekur út leikbann. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Skyttan Igor Chiseliov frá Moldóvu leikur í fyrsta sinn með handboltaliði Þórs í dag þegar það sækir Íslandsmeistara Fram heim í Reykjavík. Hann var ekki kominn með leikheimild í fyrstu umferðinni, þegar Þór vann ÍR, en nú er allt klárt. Línu- og varnarmaðurinn frábæri, Þórður Tandri Ágústsson, verður hins vegar illa fjarri góðu gamni. Hann fékk rautt spjald gegn ÍR og var úrskurðaður í eins leiks bann.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    Lambhagahöllin í Úlfarsárdal kl. 17
    Fram - Þór

Þórsarar hófu leik í efstu deild í fyrsta skipti frá vorinu 2021 með öruggum sex marka sigri á ÍR-ingum á heimavelli og tylltu sér á topp deildarinnar með besta markamuninn eftir fyrsta leik. Öruggt mál er að verkefni þeirra verður erfiðara í dag.

Framarar enduðu í 4. sæti Olísdeildarinnar í vor, en fóru síðan alla leið og unnu Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Hauka, FH og Val nokkuð örugglega í úrslitakeppninni. Þórsarar unnu sem kunnugt er Grill 66 deildina í vor, en þeim er spáð fallbaráttu í vetur. Þjálfarar og fyrirliðar settu Þórsara í 11. sætið, en Fram er spáð 5. sætinu. Framarar unnu fjögurra marka sigur á FH í fyrstu umferðinni.