Fara í efni
Knattspyrna

Fjöldi Akureyrarmeta og bæting í 90% sunda

Sundfólkið úr Óðni bætti tíma sína í 90% þeirra sunda sem það þreytti á Íslandsmóti og unglingameistaramótinu á dögunum. Mynd: Sundfélagið Óðinn.

Sundfólk úr Sundfélaginu Óðni stóð sig vel á Íslands- og unglingameistaramóti í 25 metra laug um síðustu helgi og kom heim með silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í opnum flokki, auk silfur- og bronsverðlauna í unglingaflokki. Örn Kató Arnarsson og Jón Ingi Einarsson bættu einnig mörg Akureyrarmet.

Fjórtán keppendur frá Sundfélaginu Óðni tóku þátt í mótinu sem haldið var í Laugardalslaug í Reykjavík og alls syntu keppendur frá Óðni í 22 úrslitasundum. Til marks um framfarir og árangur sundfólksins úr Óðni var um bætingu á tíma að ræða í 90% þeirra sunda sem keppendur Óðins þreyttu á mótinu og sex af 14 keppendum félagsins bættu sig í öllum sínum greinum.

Yfirlit um árangur keppenda úr röðum Sundfélagsins Óðins má finna í frétt á vef félagsins.

  • Örn Kató Arnarsson vann til silfurverðlauna í 800 m skriðsundi í opnum flokki á tímanum 8:32,78 og bætti þar eigið Akureyrarmet.
    Hann bætti svo um betur með bronsverðlaunum í 1.500 m skriðsundi í opnum flokki á tímanum 16:07,73 þar sem hann setti nýtt Akureyrarmet. Gamla metið átti Sindri Þór Jakobsson frá árinu 2007.
  • Örn Kató sló einnig Akureyrarmet í 400 m skriðsundi á tímanum 4:09,73, en gamla metið, 4:10.98, átti einnig Sindri Þór Jakobsson frá árinu 2007.
  • Að auki bætti Örn Kató Akureyrarmet í 200 m bringusundi á tímanum 2:27.13, en eldra metið átti Snævar Atli Halldórsson frá árinu 2017.
  • Svava Björg Lárusdóttir vann til bronsverðlauna í 50 m flugsundi í opnum flokki á tímanum 30,06 og bætti við öðru bronsi í 100 m fjórsundi á tímanum 1:10.13.
  • Ívan Elí Ólafsson hafnaði í 3. sæti í 50 m baksundi í unglingaflokki á tímanum 31.23.
  • Jón Ingi Einarsson varð í 2. sæti í 50 m baksundi í unglingaflokki á tímanum 29.65. Hann sló jafnframt 36 ára gamalt Akureyrarmet í 100 m skriðsundi á tímanum 58.30, en gamla metið átti Gísli Pálsson.
  • Jón Ingi bætti einnig eigin Akureyrarmet í 50 m og 100 m baksundi, 100 m fjórsundi, 50 m skriðsundi og 100 m flugsundi í aldursflokknum 13–14 ára.
  • Að lokum syntu Örn Kató Arnarsson, Alexander Reid McCormick, Magni Rafn Ragnarsson og Jón Ingi Einarsson 4x200 m skriðsund á tímanum 8:30.38, sem er nýtt Akureyrarmet í boðsundi. Eldra metið, 8:40.01, var sett árið 2016.

Sundmenn frá Óðni sem kepptu í úrslitum:

  • Alexander Reid McCormick – 200 m skriðsund • 400 m skriðsund • 1.500 m skriðsund
  • Benedikt Már Þorvaldsson – 200 m bringusund
  • Friðrika Sif Ágústsdóttir – 400 m fjórsund • 200 m flugsund
  • Ísabella Jóhannsdóttir – 200 m bringusund • 50 m bringusund • 100 m fjórsund
  • Ívan Elí Ólafsson – 50 m baksund • 100 m baksund
  • Jón Ingi Einarsson – 50 m baksund • 100 m baksund • 100 m fjórsund • 50 m skriðsund
  • Lovísa Austfjörð Stefánsdóttir – 50 m baksund
  • Magni Rafn Ragnarsson – 200 m bringusund • 100 m bringusund • 50 m bringusund
  • Svava Björg Lárusdóttir – 50 m flugsund • 100 m flugsund • 100 m fjórsund • 50 m skriðsund • 1.500 m skriðsund
  • Örn Kató Arnarsson – 400 m skriðsund • 800 m skriðsund • 1500 m skriðsund • 100 m bringusund