Fara í efni
Kjarnaskógur

Bikarinn: KA/Þór heima, Þór og KA úti

Í hádeginu í dag var dregið í 16-liða úrslit í bikarkeppni kvenna og karla í handbolta. KA/Þór fær heimaleik í eina úrvalsdeildarslagnum kvennamegin en bæði KA og Þór fengu útileik í karlaflokki.

  • KA/Þór dróst gegn Selfossi og er það eina viðureignin kvennamegin þar sem úrvalsdeildarlið mætast innbyrðis. Viðureign liðanna verður á Akureyri en leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram í lok október.
  • Þórsarar þurfa að fara suður og heimsækja ÍR í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla. Þórsarar báru einmitt sigurorð af ÍR-ingum í fyrstu umferð deildarkeppninnar og Breiðhyltingar eiga því harma að hefna.
  • KA fékk einnig útileik og á pappírunum ætti leiðin í 8-liða úrslitin að vera býsna greið. Andstæðingurinn er lið ÍBV 2, sem sló lið Harðar frá Ísafirði úr leik eftir mikinn hasar í viðureign liðanna í Vestmannaeyjum.

Leikirnir í 16-liða úrslitum karla fara fram 5. og 6. október.