Fara í efni
KA/Þór

KA-menn mæta PAOK í Evrópudeild ungmenna

KA-strákarnir fagna markinu sem kom þeim áfram í Evrópukeppninn um daginn. Það var fyrirliðinn, Þórir Hrafn Ellertsson fyrir miðri mynd, sem skoraði sigurmarkið gegn FS Jelgava frá Lettlandi. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Í dag fer fram Evrópuleikur í knattspyrnu á Greifavelli KA, þegar 2. flokkur félagsins – U20 lið – tekur á móti gríska liðinu PAOK í 2. umferð Evrópudeildar ungmanna, UEFA Youth League. KA sló út lettneska liðið FS Jelgava í fyrstu umferðinni með 2:2 jafntefli í Lettlandi og 1:0 sigri hér heima.

  • UEFA Youth Leauge
    Greifavöllurinn kl. 14
    KA - PAOK

Seinni leikur liðanna fer fram eftir tvær vikur, miðvikudaginn 5. nóvember, á Kaftanzoglio-vellinum í Þessalóníku í Grikklandi.

Lið KA varð Íslandsmeistari í 2. aldursflokki á síðasta ári.