Karl Guðmundsson – Kalli
Öruggur sigur KA á Þór í fyrsta leik
14.08.2025 kl. 19:15

Ballið byrjað! Nikola Radovanovic, Serbinn sem gekk til liðs við Þór í sumar, við öllu búinn í KA-heimilinu í dag. KA-maðurinn Magnús Jónatansson brýst í gegn, Sigurður Ringsted Sigurðsson brýtur á honum og vítakast var dæmt. Mynd: Skapti Hallgrímsson
KA vann öruggan sigur á Þór, 29:23, í upphafsleik KG Sendibílamótsins í handbolta í KA-heimilinu í dag. Staðan var 17:10 í hálfleik. KA og Þór eru einu liðin í karlahluta þessa æfingamóts og mætast aftur á laugardaginn. Fjögur kvennalið leika í mótinu og einn leikur fer fram í kvöld; KA/Þór mætir Gróttu kl. 19:30.
VIÐBÓT - „KA/Þór vinnur góðan 32-24 sigur á Gróttu í fyrsta leik KG Sendibílamótsins. Stelpurnar sýndu flotta takta og virðast vera á flottum stað í undirbúningnum fyrir komandi handboltavetur,“ segir á Facebook síðu KA í kvöld.
Á morgun, föstudag:
- 17:00 – KA/Þór - ÍBV
- 18:45 – Grótta - Stjarnan
Á laugardag:
- 11:00 – Grótta - ÍBV
- 13:00 – KA/Þór - Stjarnan
- 14:30 – KA - Þór (karlar)