Fara í efni
Karl Guðmundsson – Kalli

Allir með – Akureyri á sunnudagsmorgnum

Íþrótta- og samfélagsverkefnið Allir með – Akureyri heldur áfram í vetur. Körfuboltaæfingar hefjast 19. október. Verkefnið Allir með hefur verið tilraunaverkefni í um það bil ár, en nú er það komið til að vera. 

Nú eru að hefjast körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir, sérhannaðar æfingar þar sem allir geta tekið þátt. Byggt er á vináttu, samvinnu og sjálfstrausti. Körfuboltaþjálfarar frá Þór koma að æfingunum ásamt þeim sem hafa haft umsjón með verkefninu hingað til. Allir með er hugsað fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Upplýsingagjöf í tengslum við verkefnið fer í gegnum Facebook-síðuna Allir með - Akureyri, en foreldrar eru einnig hvattir til að koma með börnin á æfingu og leita upplýsinga hjá umsjónarfólki á staðnum. 

Körfuboltaæfingarnar fara fram í íþróttahúsi Naustaskóla á sunnudögum kl. 11 og hefjast næstkomandi sunnudag, 19. október.

Verkefnið Allir með - Akureyri er í umsjón íþróttafélaganna Þórs og KA í samvinnu við Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbæ. Akureyri.net hefur áður fjallað um fótboltaæfingar verkefnisins, sem fram fóru í Boganum í sumar.