Fara í efni
KA

Vel gengur að leggja gervigrasið hjá KA

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Síðustu daga hefur verið unnið við að leggja gervigras á nýjan keppnisvöll Knattspyrnufélags Akureyrar, á norðvesturhluta félagssvæðisins við Dalsbraut.

Reiknað er með að allur flöturinn verði orðinn grænn um helgina, þá tekur við ýmiskonar frágangur en að sögn Sævars Péturssonar, framkvæmdastjóra KA, er stefnt að því að taka völlinn í notkun um miðjan næsta mánuð. 

Meistaraflokkslið KA í knattspyrnu leikur eftir sem áður á hinum gervigrasvellinum, sunnan við KA-heimilið, út þetta keppnistímabil en nýi völlurinn verður hins vegar notaður á N1 mótinu, árlegu risamóti 5. flokks, sem fer fram fer fyrstu viku júlímánaðar.

Horft til suðurs, Lundarskóli í fjarska. Eins og sjá má hafa flóðljósamöstur þegar verið sett upp á svæðinu.

Horft til norðurs í átt að Þingvallastræti.