Fara í efni
KA

Krikket: Matthías Örn varð Íslandsmeistari

Matthías Örn Friðriksson, lengst til hægri, með Íslandsbikarinn. Sex keppendur frá píludeild Þórs tóku þátt í Íslandsmótinu í krikket: Dóra Óskarsdóttir, Aþena Ósk Óskarsdóttir, Óskar Jónasson, Matthías Örn Friðriksson, Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Friðrik Gunnarsson. Mynd: Píludeild Þórs.

Matthías Örn Friðriksson, sem nýlega gekk til liðs við píludeild Þórs, vann um helgina Íslandsmeistaratitil í krikket, sem er ein grein pílukastsins.

Matthías Örn hefur unnið marga titla í pílukasti, en þetta er fyrsti titillinn hans í rauðu treyjunni. Áður en hann gekk til liðs við Þórsara frá Pílufélagi Grindavíkur sem keppandi hafði hann verið þjálfari hjá deildinni frá ársbyrjun 2023. Hann er jafnframt formaður ÍPS, Íslenska pílukastssambandsins. Hann hefur stundið pílukastið frá 2012 í Grindavík.

Þórsarar sendu sex keppendur á Íslandsmótið í krikket. Keppt var í tvímenningi á laugardag og einmenningi á sunnudag. 


Matthías Örn Friðriksson, Íslandsmeistari í krikket, einni grein pílukastsins. Mynd: Píludeild Þórs.

Karlaflokkur

  • Matthías Örn Friðriksson – Íslandsmeistari í karlaflokki. Matthías Örn vann Ágúst Árna Daníelsson í úrslitaleiknum, 6-2.
  • Óskar Jónasson féll út í 16 manna úrslitum.
  • Friðrik Gunnarsson féll út í 32ja manna úrslitum.
  • Óskar og Friðrik féllu út í átta manna úrslitum í tvímenningi.


Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius, efnilegur pílukastari úr röðum Þórs. Hún náði 3.-4. sæti í tvímenningi. Mynd: Píludeild Þórs.

Kvennaflokkur

  • Kolbrún Gígja Einarsdóttir vann sinn riðil en féll út í átta manna úrslitum.
  • Dóra Óskarsdóttir féll út í 16 manna úrslitum.
  • Aþena Ósk Óskarsdóttir Tulinius féll út í 16 manna úrslitum, tapaði þar 3-4. Þess má geta að Aþena Ósk er aðeins 12 ára, en tók þátt í fullorðinsflokki kvenna.
  • Kolbrún og Dóra féllu út í átta manna úrslitum í tvímenningi.
  • Aþena Ósk spilaði tvímenninginn með Brynju Herborgu frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, sem vann Íslandsmeistaratitilinn í einmenningi daginn eftir. Þær enduðu í 3.-4. sæti í tvímenningnum.