KA-menn héldu hreinu og fengu eitt stig í Eyjum

KA gerði markalaust jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn þótti afar bragðdaufur.
Það jákvæða við leikinn fyrir KA er að liðið hélt markinu hreinu í fyrsta skipti og fékk eitt stig á erfiðum útivelli. Þá komst KA komst úr neðsta sætinu, hefur nú fimm stig en FH, sem mætir ÍA á Akranesi annað kvöld, er neðst með fjögur stig.
Akureyri.net hafði því miður ekki tök á að fylgjast með leiknum og vísar því í umfjöllun annarra fjölmiðla að þessu sinni.
Fótbolti.net segir: „Steindautt jafntefli hérna á Þórsvelli. Bæði lið geta verið sátt við stigið miðað við spilamennsku en það var íítið að frétta um færi og gæðin á síðasta þriðjungi ekkert sérstök. Held að það hefði ekki verið skorað þó leikurinn hefði staðið til 12 í kvöld. “
mbl.is segir: „Óhætt er að segja að leikmenn hafi ekki reimað á sig markaskóna og ekki einu sinni gert sig líklega til að skora. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli.“
visir.is segir: „Veðurblíðan lék við alla viðstadda á Þórsvellinum í dag og aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru til fyrirmyndar. Það virtist þó ekki skila sér til leikmanna, því fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og bauð upp á svo gott sem engin færi.“