Fara í efni
KA

Fyrsta tap KA í vetur kom í dag í Eyjum

Hornamaðurinn Ott Varik gerði fimm mörk fyrir KA í Eyjum í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði sínum fyrsta leik í Olísdeild karla í vetur þegar liðið sótti Íslandsmeistara ÍBV heim í Eyjum. yjum gegn ÍBV, 31:27. KA var marki yfir eftir sviftingasaman  fyrrihálfleik, 15:14, en Eyjamenn stóðu upp sigurvegarar – 31:27. Hvort lið hefur þar með sex stig í fjórða til sjötta sæti ásamt Haukum. Valur er efstur, eina taplausa liðið, með 10 stig.

Mörk KA: Ólafur Gústafsson 6, Ott Varik 5, Einar Rafn Eiðsson 4 (2 víti), Magnús Dagur Jónatansson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Daði Jónsson 1, Dagur Árni Heimisson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1, Ragnar Snær Njálsson 1.

Varin skot: Bruno Bernat 11 (37,9%), NIcolai Horntvedt Kristensen 3 (21,4%).

Þórsarinn Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur hjá ÍBV, gerði 7 mörk. Þjálfara liðsins er KA-maðurinn Magnús Stefánsson.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna á vef HSÍ.