Fara í efni
Íshokkí

Stelpurnar í Þór/KA á Sauðárkróki í kvöld

Leikmenn Þórs/KA fagna innilega eftir að Bríet Jóhannsdóttir gerði sigurmarkið í fyrri leiknum gegn Tindastóli í blálokin með skoti utan af kanti. Frá vinstri: Margrét Árnadóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Bríet í fangi fyrirliðans, og Agnes Birta Stefánsdóttir. Mynd: Ármann Hinrik

Knöttum verðum loks spyrnt á ný í kvöld í Bestu deild kvenna eftir langt hlé vegna Evrópumóts landsliða. Þór/KA sækir Tindastól heim á Sauðárkrók og flautað verður til leiks kl. 18.00. Að loknum 10 umferðum er Þór/KA í 4. sæti deildarinnar með 18 stig, en Tindastóll er með 10 stig í áttunda sæti.

  • Besta deild kvenna í knattspyrnu, 11. umferð
    Sauðárkróksvöllur kl. 18
    Tindastóll - Þór/KA

Þór/KA vann fyrri leik liðanna í deildinni í apríl, 2:1. Bakvörðurinn Bríet Jóhannsdóttir gerði sigurmarkið með skoti utan af kanti á lokamínútunum.