Fara í efni
Íshokkí

Gunnar Aðalgeir Arason íshokkímaður ársins

Gunnar Aðalgeir Arason. Mynd: ihi.is.

Akureyringurinn Gunnar Aðalgeir Arason hefur verið valinn íshokkíkarl ársins af stjórn Íshokkísambands Íslands. Gunnar er fæddur og uppalinn á Akureyri og spilaði íshokkí með Skautafélagi Akureyrar upp alla yngri flokkana og í meistaraflokki. Hann hélt utan til Svíþjóðar í sumar og spilar með Osby IK í 3. deild. Áður hafði hann einnig spilað í Kanada.

Íshokkísamband Íslands greinir frá valinu á vef sínum, en þar eru eftirfarandi upplýsingar um feril Gunnars:

Stjórn Íshokkísambands Íslands hittist nú á dögunum og valdi Gunnar Aðalgeir Arason sem íshokkímann ársins. Gunnar er uppalin hjá og spilað með Skautafélagi Akureyrar þegar hann hefur verið spilandi hér á landi.

Tímabilin 2018-2019 og 2019-2020 spilaði hann í Ontario í Kanada fyrir A21 í bæði North American Prep Hockey League og Canadian High School Hockey. Hann staldraði stutt við í Nyköpings Sports Klub í Svíþjóð covid-tímabilið 2020-2021 en hann kom heim til Íslands þegar öllum íþróttum var að mestu lokað í Evrópu. Tímabilin 2021-2022 og 2022-2023 spilaði hann á Íslandi með Skautafélagi Akureyrar og skoraði 21 og 29 stig þau tímabil. Í dag hefur hann spilað með Osby IK í þriðju deild í Svíþjóð.

Hann hefur einnig verið í öllum landsliðum Íslands, þ.e.a.s U18, U20 og A-landsliði karla. Hann byrjaði sinn landsliðsferil með U18 landsliði Íslands tímabilið 2016-2017 þá rétt 16 ára gamall og hefur spilað stórt hlutverk í vörn landsliðsins undan farin misseri.

Hægt er að sjá leikmannaferil Gunnars á vefsíðu Elite Prospects