Fara í efni
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri

Hátíð hollvina og SAk á Glerártorgi í dag

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri og starfsfólk stofnunarinnar standa fyrir hátíð á Glerártorgi í dag frá klukkan 14.00 til 16.00.

  • Félagsmenn í hollvinasamtökunum kynna starfsemi þeirra og skrá nýja félaga.
  • Hollvinasamtökin safna nú fyrir hryggsjá á skurðstofu SAk, sem er metnaðarfyllsta verkefni samtakanna hingað til að Jóhannesar G. Bjarnasonar, formanns samtakanna. Nánar um það gríðarlega mikilvæga tæki síðar.
  • Starfsfólk sjúkrahússins stendur fyrir mælingu á blóðþrýstingi, súrefnismettun og púlsi.
  • Bangsa og dúkkuhorn – Unga fólkinu býðst að koma með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun.