Fara í efni
Hlíðarfjall

Æfingar í alpagreinum hafnar í Hlíðarfjalli

Veðuraðstæður voru eins og best varð á kosið á fyrstu æfingu vetrarins í alpagreinum í Hlíðarfjalli. Myndirnar eru af vef Skíðafélags Akureyrar.

Þó ekki hafi verið mikið um snjó niðri í byggð á Akureyri undanfarnar vikur, að einni viku undanskilinni, hefur snjókoma og snjóframleiðsla í Hlíðarfjalli gert það að verkum að núna um helgina var hægt að halda fyrstu skíðaæfingu vetrarins hjá alpagreinadeildinni. 

Aðstæður voru eins og best var á kosið á laugardaginn 15. nóvember, frábært vetrarveður og höfðu iðkendur beðið eftir þessum degi með mikilli eftirvængingu, eðlilega mikil gleði í hópnum að komast á fyrstu æfinguna. 

Fram kemur á vef Skíðafélags Akureyrar að mikil og góð vinna starfsmanna Hlíðarfjalls liggi að baki þessum fyrstu æfingum. Þar hefur undafarin misseri verið komið upp girðingum og lagður mikill metnaður í snjóframleiðslu þegar veðurskilyrði hafa leyft. Skíðafélagið kemur í frétt sinni á framfæri innilegu þakklæti til starfsmanna í fjallinu, Akureyrarbæjar og samstarfsaðila.