Tveir örvhentir til KA, frá Georgíu og Noregi

Handknattleiksdeild KA samdi í gær við Georgíumanninn Giorgi Dikhaminjia, örvhenta skyttu sem einnig getur leikið í horninu, að því er fram kemur á vef KA. Fyrir skömmu tilkynntu KA-menn um samning við annan erlendan leikmann, Norðmanninn Morten Boe Linder, sem einnig er örvhentur og leikur í sömu stöðum.
„Giorgi er landsliðsmaður Georgíu en hann skoraði meðal annars 9 mörk gegn Íslandi er liðin mættust í Georgíu á nýliðnum vetri. Hann skoraði svo 3 mörk í síðari leik liðanna sem fór fram á Íslandi. Hann kemur til liðs við KA frá Pólska liðinu KS Azoty-Pulawy en þar áður lék hann með HK Mesto Lovosice í Tékklandi,“ segir á vef KA.
Georgíumaðurinn er 28 ára 188 cm á hæð. „Við erum afar spennt fyrir komu hans hingað norður en öll samskipti okkar við Giorgi og hans fólk hafa verið afar jákvæð og fagleg. Það verður afar spennandi að sjá til hans í gula og bláa búningnum og ljóst að hann mun styrkja okkar unga og efnilega lið sem verður að mestu byggt upp af KA strákum.“ Nánar hér um Georgíumanninn.
Norðmaðurinn Morten Boe Linder, sem einnig er 28 ára, skrifaði undir tveggja ára samning við KA. Hann kemur frá liði Fjellhammer í himalandinu. „Morten hefur verið í lykilhlutverki í liði Fjellhammers frá því hann gekk í raðir liðsins árið 2023 og verið meðal þeirra markahæstu manna en bæði árin hélt liðið sæti sínu í efstu deild,“ segir á vef KA. Nánar hér um Norðmanninn.