Glerárkirkja
														
Hátíðarmessa á 30 ára afmæli – MYNDIR
											
									
		05.12.2022 kl. 10:30
		
							
				
			
			
		
											
											Séra Sindri Geir Óskarsson í hátíðarmessunni í Glerárkirkju í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
									Haldið var upp á 30 ára vígsluafmæli Glerárkirkju um helgina. Á föstudag hófst listsýning í kirkjunni, á laugardag var málþing um stöðu og framtíð þjóðkirkjunnar og í gær, sunnudag, fór fram hátíðarmessa þar sem prestar kirkjunnar þjónuðu, þau séra Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur og séra Helga Bragadóttir, og séra Jón Ármann Gíslasson prófastur predikaði .