Fara í efni
Gervigreind

Þór og Þróttur „hita upp“ fyrir Pollamótið

Þórsarinn Aron Ingi Magnússon og Hlynur Þórhallsson, leikmaður Þróttar, þegar félögin mættust síðast - á Þórsvellinum í fyrrasumar. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Pollamót Þórs og Samskipa – árlegt mót fyrir heldra knattspyrnufólk – hefst á Þórssvæðinu á morgun en einskonar upphitun fer fram í kvöld, þegar Þórsarar og Reykjavíkur-Þróttarar mætast í „alvöru“ leik í Boganum. Leikurinn er liður í 11. umferð Lengjudeildar karla, næst efstu deildar Íslandsmótsins.

Þórsarar eru í 4. sæti deildarinnar með 17 stig þegar keppnin er rétt tæplega hálfnuð, 10 umferðum er lokið af 22, en að þeim loknum fara liðin í 2.-5. sæti í umspil um eitt laust sæti í efstu deild, en efsta liðið að loknum hinni hefðbundnu 22 leikja keppni fer beint upp.

Þróttarar eru í næsta sæti fyrir neðan Þór með 15 stig. Fyrir ofan Þór er HK með 18 stig, Njarðvík með 20 og ÍR er á toppnum með 22 stig. 

  • Lengjudeild karla
    Boginn kl. 18
    Þór - Þróttur

Þórsarar burstuðu Fjölni 5:0 á útivelli í síðustu umferð en Þróttarar gerðu 2:2 jafntefli við HK á heimavelli. Í umferðinni þar á undan vann Þór lið Selfoss 2:0 heima en Þróttarar lutu þá í gervigras; töpuðu 4:1 fyrir Fjölni á heimavelli sínum í Laugardalnum.

Staðan í deildinni

Þór og Þróttur hafa mæst 16 sinnum í næst efstu deild Íslandsmótsins síðasta áratuginn: Þórsarar hafa unnið 11 leiki, einu sinni varð jafntefli og fjórum sinnum hafa Þróttarar fagnað sigri. Á síðasta ári gerðu liðin 1:1 jafntefli í Reykjavík en Þróttarar unnu 1:0 á Þórsvellinum.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30