Fara í efni
Gervigreind

„Þetta er besta lið í sögu SA“ – MYNDIR

Mynd: Rakel Hinriksdóttir

„Þetta er besta lið í sögu SA. Ég fullyrði það,“ sagði Sigurður Sigurðsson, formaður Skautafélags Akureyrar (SA), við Akureyri.net í gærkvöldi eftir að SA Víkingar, karlalið félagsins, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 24. skipti með 6:1 sigri á Skautafélagi Reykjavíkur. SA vann einvígið þar með 3:0 eins.

Sigurður ætti að vita hvað hann syngur; hann lék 27 ár í meistaraflokki og varð 21 sinni Íslandsmeistari! Sigurður vann 19 titla með SA og tvo með Skautafélagi Reykjavíkur. Vert er að geta þess að hann er annar tveggja aðstoðarþjálfara karlaliðsins í vetur.

„Í liðinu eru fullar fjórar línur af hörku íþróttamönnum; það er í fáheyrt að til skuli vera svona sterkur hópur,“ segir Sigurður. SA vann deildarkeppnina í fyrravetur en tapaði úrslitaeinvíginu, og hefur raunar misst af stóra titlinum síðustu tvö ár. „Já, menn áttu harma að hefna. Við lærðum af reynslunni og strákarnir komu allir mjög ákveðnir til leiks. Það er ótrúlega góð stemning í hópnum og virkilega ánægjulegt að við skyldum vinna svona örugglega.“

Liðsheildin skipti mestu máli

„Við vorum tilbúnari í þennan leik en þeir og sýndum það frá fyrstu mínútu, þótt þeir hafi komist yfir,“ sagði Jóhann Leifsson við Akureyri.net eftir leikinn í gær. Margir telja hann besta leikmann Íslandsmótsins í vetur.

SA tapaði úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár og Jóhann fer ekki í grafgötur með að það skipti máli þegar á hólminn var komið. „Já, það er búið að sitja í okkur í tvö ár að hafa tapað! Við vorum hungraðir í að vinna í ár,“ sagði Jóhann. „Við erum búnir að vinna að þessu síðan tímabilið byrjaði og það er geggjað að klára þetta hér heima fyrir framan fulla höll og í þremur leikjum í þokkabót.“

Spurður hver væri lykillinn að meistaratitlinum stóð ekki á svari hjá Jóhanni: „Það var liðsheildin sem skipti mestu máli. Þetta er mjög góð blanda; við erum bæði með gamla og unga leikmenn sem eru að spila frábærlega,“ sagði hann og nefndi sérstaklega hve ungu leikmennirnir byggju yfir miklum hraða. Það var einmitt áberandi í leiknum í gær og hrein unun að sjá þá á vellinum.

Skautafélag Akureyrar er sannarlega besta lið landsins. Það sýndi sig í gær. Til hamingju SA, með 24. Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki.

Með tæknina mér við hlið: Hlutverk gervigreindar í skólastarfi

Ástrós Guðmundsdóttir skrifar
07. janúar 2025 | kl. 17:30

Aðventa

Magnús Smári Smárason skrifar
10. desember 2024 | kl. 16:16

Magnús verkefnastjóri í gervigreind við HA

Skapti Hallgrímsson skrifar
03. desember 2024 | kl. 15:40

Stafræn ragnarök: Opinberun nýrra tíma

Magnús Smári Smárason skrifar
19. nóvember 2024 | kl. 17:30

Lýðræði á tímum gervigreindar

Magnús Smári Smárason skrifar
30. október 2024 | kl. 11:45

Nokkur heilræði varðandi gervigreind

Magnús Smári Smárason skrifar
01. október 2024 | kl. 09:30