Þrjár lóðir við Hulduholt lausar til umsóknar
											Akureyrarbær hefur samþykkt að auglýsa þrjár lóðir við Hulduholt lausar til umsóknar, eftir deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var nýverið. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 18. nóvember.
Hulduholt stendur á klöppunum ofan smábátahafnarinnar í Sandgerðisbót og er ein af götunum í hinu nýja Holtahverfi norður. Lóðirnar sem nú eru auglýstar eru þær síðustu við þessa götu. Nýlega var samþykkt deiliskipulagsbreyting þar sem leyfilegt byggingarmagn á tveimur af þessum þremur lóðum er minnkað og því heimilt að byggja minni hús en skv. upphaflegu deiliskipulagi.
Lóðirnar þrjár eru þessar, skv. frétt á vef Akureyrarbæjar:
- Hulduholt 18 - gert ráð fyrir parhúsi á tveimur hæðum, samtals 315-420 fermetrar.
 - Hulduholt 20-24 - gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi á tveimur hæðum, samtals 504-728 fermetrar.
 - Hulduholt 31 - gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð, auk kjallara, að hámarki 276 fermetrar.
 
Á vef Akureyrarbæjar er hægt að nálgast mæliblöð fyrir lóðirnar og úthlutunarskilmála. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi þriðjudaginn 18. nóvember.