Fjölsmiðjufössari #5 - Þingeyingar, James Bond og VHS
Á föstudögum í vor langar okkur á Akureyri.net að hressa okkur við fyrir helgina og birta myndaþátt af því besta sem er í boði í Fjölsmiðjunni. Eins og flestir bæjarbúar vita, kennir þar ýmissa grasa og mörg höfum við farið þangað með dótið sem við erum hætt að nota. En hvað er í boði þennan ágæta Fjölsmiðju-fössara?

Næstum því mannhæðarhár sýningarskápur úr Iðnaðarsafninu. Frábært tækifæri til þess að hafa stolt fjölskyldunnar til sýnis á heimilinu. Hvort sem það er að raða upp verðlaunagripum, hengja upp brúðakaupsfötin eða sparistellið hennar langömmu.

Það er líka hægt að fá píanó fyrir alla fjölskylduna. Veðurspáin býður kannski helst upp á inniveru og tríóæfingar.

Það er hægt að fá skeiðar með hvetjandi skilaboðum.

Fyrir suma eru Disney myndir á VHS eins og æskan í plastboxi. Nóg til af uppáhalds myndum allra.

Framtíðin er mætt í Fjölsmiðjuna. Sýndarveruleikagleraugu!

Djörf vegglist er stundum á boðstólnum, þessi er föl fyrir 400 kall.

Ekki bara Singer Samba - heldur Singer Samba Exclusive. Saumavél saumavélanna.

Tennis og Squash spaðar í boði. Nú er hægt að slá um sig um helgina.

Þjóðarfugl frændfólks okkar á Færeyjum er Tjaldurinn. Nú er hægt að skála fyrir honum með forláta glasi honum til heiðurs.

Fjársjóður nytjamarkaðanna er að fá DVD spilara MEÐ FJARSTÝRINGU til sölu. Einn slíkur er í boði núna í Fjölsmiðjunni, og mun sennilega vera slegist um hann í dag.

Að öllum líkindum mun kaupandi DVD spilarans ekki geta stillt sig um þetta. Hinn hættulega heiti njósnari hennar hátignar 007 - heildarsafnið. Spilavítisútgáfan af James Bond. Myndirnar eru enn í plastinu - þetta er stórkostlegt tækifæri.

Aldnir gætu haft orðið alla helgina og meira til. Ungur nemur - gamall temur.

Fjórir nettir í safndiskahillunni! Ingimar Eydal, Ómar Ragnarsson, Geirmundur Valtýs og Páll Óskar. Bara spurning hver höfðar mest til þín!

Það hlýtur að vera einhver sem á eftir að útvega sér hillu fyrir lyklaborðið sitt. Bara eitt eintak eftir!

Allt sem þú þráðir að vita um ættir Þingeyinga er í Fjölsmiðjunni.

Fundum ekki Kurt Cobain ofan í þessari. (Grín sem höfðar sennilega helst til fólks sem var þunglyndir unglingar í næntís)
Þökkum Fjölsmiðjunni kærlega fyrir að opna dyrnar fyrir blaðamanni, og hvetjum fólk til þess að halda áfram að styrkja það góða starf sem þar fer fram. Í leiðinni viljum við minna á hina nytjamarkaðina í bænum, Hertex, markað Rauða krossins og Norðurhjálp. Endurnýtum og styrkjum gott málefni í leiðinni. Góða helgi!