Fara í efni
Ferðaþjónusta

Fyrstu farþegarnir í nýju flugstöðinni

Fyrstu farþegarnir ganga inn í nýju flugstöðina þegar hún var notuð í fyrsta skipti í morgun. Þeir komu með vél Transavia frá Amsterdam. Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson

Ný viðbygging við flugstöðina á Akureyri var notuð í fyrsta skipti í morgun þegar farþegar með vél Transavia frá Amsterdam í Hollandi gengu þar inn. Vélin lenti þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í átta og um borð voru 120 manns.

Skömmu eftir að vél Transavia hélt til Hollands á ný lenti vél easyJet frá London. Þá var klukkan 10.33 og 191 farþegi um borð. 

Innritun fer enn fram í gömlu byggingunni og þar var þröng á þingi í morgun því auk farþega sem fóru utan með vélum Transavia og easyJet, alls 340 manns, komu 40 manns frá Reykjavík með Icelandair og 76 flugu suður.

Margt er enn ógert í nýju viðbyggingunni en farþegar í millilandaflugi munu héðan í frá ganga þar um. Þar á eftir að koma í gagnið veitingastöðu og fríhöfn, svo dæmi séu tekin. Reiknað er með að innritun færist þangað í júlí og í haust verði nýr komusalur tilbúinn fyrir innlandsflug í gömlu byggingunni en þar eru miklar framkvæmdir á döfinni. 

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson


Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Frá vinstri: Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri hjá Markaðsstofunni, Sigurður Hermannsson, fyrrverandi umdæmisstjóri, Haukur Hauksson fyrrverandi framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla, Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, Hjördís Þórhallsdóttir flugvallastjóri og umdæmisstjóri Isavia, Hólmgeir Þorsteinsson verkefnastjóri þjónustu, Guðrún Ösp Sævarsdóttir flugverndarstarfsmaður og Svala Rán Aðalbjörnsdóttir verkefnastjóri og yfirmaður flugverndarinnar. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Farþegar ganga um borð í Transavia vélina áður en hún hélt til Amsterdam á ný í morgun. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson


Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Hjördís Þórhallsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir ásamt flugmanni Transavia vélarinnar sem kom frá Hollandi. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Transavia vélin á nýja flughlaðinu í morgun. Þar hafa vélar staðið áður en nú í fyrsta skipti með farþega sem gengu inn í nýju viðbygginguna. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Þröng var á þingi í gömlu flugstöðinni í morgun. Hér eru farþegar á leið til London með easyJet. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

_ _ _

Hér má svo sjá nokkrar myndir frá Isavia, annars vegar teknar í morgun, hins vegar í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir komu fyrstu farþeganna.