Fara í efni
Ferðaþjónusta

Engar verðhækkanir hjá landsbyggðarvögnum

Nýlega greindi Strætó frá því að gjaldskrá þeirra mun hækka frá og með 1. janúar um 3-3,4%. Þessi hækkun nær hins vegar ekki til landsbyggðarvagnanna heldur á hækkunum eingöngu við um strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Það er Vegagerðin sem á og rekur landsbyggðarvagnana en Strætó bs. er þjónustuaðili fyrir Vegagerðina. Samkvæmt upplýsingum frá Huldu Rós Bjarnadóttur, sérfræðingi í almenningssamgöngum hjá Vegagerðinni, nær umrædd gjaldskrárhækkun Strætó bs. ekki til landsbyggðarvagnanna.

Gjaldskrá landsbyggðarvagnanna er óbreytt að svo stöddu og engin hækkun á fargjöldum eða tímabilskortum.