Amera er fyrst 177 skemmtiferðaskipa

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins lagðist að bryggju á Akureyri í hádeginu, hið þýska Amera. Skipið tekur 835 farþega og dvelur hér í nótt; heldur á brott kl. 14.00 á morgun.
Í sumar leggjast 177 skemmtiferðaskip að bryggju í „Innbænum“ á Akureyri, þ.e.a.s. við Pollinn, en voru 201 í fyrra. Í ár koma 34 við í Grímsey samanborið við 43 á síðasta ári og 8 koma til Hríseyjar en voru 12 í fyrra.
Farþegar með skipum sem lögðust við bryggju við Pollinn eða léttu þar akkerum voru um 250.000 en verða um 230.000 á þessu ári.
„Þessi fækkun er vegna breytinga á rekstrarumhverfi skipafélaganna, vegna innviðagjalds sem lagt var á og afnáms tollfrelsis,“ sagði Pétur Ólafsson hafnarstjóri við Akureyri.net í morgun.
Sumarboðarnir ljúfu! Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur 24. apríl síðastliðinn en að mati sumri má hér líklega sjá „alvöru“ sumarboða, fyrsta skemmtiferðaskip ársins og áburð sem býður norðlenskra bænda á athafnasvæði Bústólpa.