Eyrarrokk
Eyrarrokk frábært sem fyrr – MYNDIR
06.10.2025 kl. 19:00

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, söng og dansaði með félögum sínum í Skriðjöklum á Eyrarrokki um síðustu helgi; Karl Örvarsson, til vinstri, leysti söngvarann Ragnar Gunnarsson – Ragga Sót – af að þessu sinni. Mynd: Skapti Hallgrímsson
„Í fimm ár hefur fyrsta helgin í október verið mín uppáhalds. Af hverju? Jú, Eyrarrokkið, maður lifandi. Þetta er nefnilega helgi þar sem maður skiptir út virðulegu jakkafötunum og gerist pönkari á ný.“
Þannig hefst pistill Ólafs Torfasonar fyrir akureyri.net um Eyrarokk – litlu tónlistarhátíðina með stóra hjartað, eins og aðstandendur hennar hafa gjarnan lýst hátíðinni.
Hátíðin fór fram um síðustu helgi, á föstudags- og laugardagskvöldið, og heppnaðist gríðarlega vel. Meðal hljómsveita sem fram komu voru Skriðjöklar, sú gamalkunna akureyrska gleðisveit, sem lék nú í fyrsta skipti opinberlega í 13 ár!
Pistill Ólafs: Eyrarrokk – Uppáhalds helgin