Fara í efni
easyJet

Gott hvalasumar í Eyjafirði – MYNDIR

Myndir: Þorgeir Baldursson

Mikið hefur verið um hval í Eyjafirði í sumar. Sara Sigmundsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Akureyri whale watching, sagði í frétt á Akureyri.net fyrr í morgun að nóg væri að gera og hvalirnir hafi verið nálægt bænum „þannig að við höfum ekki þurft að sigla langt. Það er voðalega gott, sparar tíma og olíu.“ 

Sara nefndi, sem er áhugavert, að rúmlega helmingur þeirra sem fara í hvalaskoðun með skipum eða bátum fyrirtækisins í sumar séu farþegar af skemmtiferðaskipum sem koma við á Akureyri.

  • Smellið hér til að sjá viðtalið við Söru í morgun

Þorgeir Baldursson hefur staðið vaktina í skipi Akureyri whale watching undanfarið. Myndavélin var með í för eins og fyrri daginn og í meðfylgjandi syrpu gefur að líta hluta þeirra mynda sem Þorgeir hefur tekið upp á síðkastið.