Vegan Pálínuboð á Amtsbókasafninu
Næstkomandi laugardag, 24. janúar, verður haldið vegan Pálínuboð á Amtsbókasafninu, í samstarfi við Samtök grænkera á Íslandi. Viðburðurinn verður milli kl. 14 og 16 og er opinn öllum.
Í janúarmánuði ár hvert er um allan heim vakin athygli á vegan lífsstíl og er átakið kallað Veganúar. Markmið átaksins er að hvetja fólk til að vera vegan í janúarmánuði og máta sig þannig við vegan lífstílinn, sem felst í því að forðast eftir fremsta megni hagnýtingu dýra og ofbeldi gagnvart þeim.
Viðburðurinn á Amtsbókasafninu er liður í því að kynna þennan lífsstíl fyrir þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í Veganúar. Þetta fer þannig fram að öll sem mæta koma með eitthvað matarkyns til að setja á sameiginlegt hlaðborð. Eina skilyrðið er að það sem komið er með sé vegan – það má vera keypt, eldað, bakað eða drykkjarföng.
Nánari upplýsingar um Veganúar má finna á þessari vefsíðu.