Blak
Dagur og félagar unnu frönsku bikarkeppnina
18.05.2025 kl. 17:25

Dagur Gautason og félagar í liði Montpellier urðu franskir bikarmeistarar í handbolta í dag eftir æsispennandi viðureign við Paris Saint-Germain. Dagur sat allan tímann á varamannabekknum að þessu sinni.
Leikmenn Montpellier voru í góðri stöðu þegar níu mínútur voru eftir. Þeir komust þá þremur mörkum yfir, 28:25, en skoruðu ekki meira og PSG jafnaði í blálokin.
Ekki var framlengt heldur strax farið í vítakeppni og hún var sannkallaður spennutryllir. Staðan var jöfn, 3:3, eftir að hvort lið hafði tekið fimm víti og því var leikið áfram til þrautar og úrslit réðust ekki fyrr en eftir 20 vítaskot! Þá var komið að egypska landsliðsmanninum Yahia að skjóta en franski landsliðsmarkvörðurinn Rémi Desbonnet sá við honum og varði!