Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Víðförul skytta gengur til liðs Þórsara

Handboltamaðurinn Igor Chiseliov, 33 ára rétthent skytta frá Moldóvu, er genginn til liðs við Þór. Igor lék síðast með liði Radovis í Norður-Makedóníu.

„Hann hefur spilað í ófáum löndum og er afar reyndur leikmaður,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum í kvöld, og ekki er ofsagt að Chiseliov sé víðförull; hann hefur á síðustu árum leikið í Ísrael, Rússlandi, Tyrklandi, Íran, Indlandi, Kósóvó, Finnlandi og síðast í Norður-Makedóníu sem fyrr segir.

„Við bindum miklar vonir til nýjustu viðbót liðsins og erum spenntir að sjá hann á vellinum í vetur,“ segir í tilkynningu
 
Olísdeildin, efst deild Íslandsmótsins í handbolta, hefst eftir tæpar tvær vikur. Fyrsti leikur Þórsara verður í Höllinni föstudaginn 5. september þegar ÍR-ingar koma í heimsókn.