Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Þór vann Selfoss með átta marka mun

Hafþór Már Vignisson gerði átta mörk fyrir Þór í kvöld gegn Selfyssingum. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu Selfyssinga af miklu öryggi, 34:26, í Höllinni á Akureyri í kvöld í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandsmótsins. Þeir eru þar með komnir upp að hlið Víkings og Fram 2 á toppi deildarinnar.

Heimamenn byrjuðu af meiri krafti, jafnt var þó eftir 10 mínútur en þá spýttu Þórsarar í lófana og hristu Selfyssinga af sér; juku forskotið hægt og bítandi og munurinn var orðinn sex mörk í lok fyrri hálfleiks, 20:14.

Þórsarar héldu sínu striki framan af fyrri hálfleik og munurinn var fljótlega orðinn átta mörk. Þá slökuðu þeir aðeins á slónni, Selfyssingar minnkuðu muninn niður í fjögur mörk en aftur stigu Þórsarar fastar á bensíngjöfina og átta mörkum munaði í lokin.

Mörk Þórs: Hafþór Már Vignisson 8, Brynjar Hólm Grétarsson 7, Oddur Gretarsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Garðar Már Jónsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 8 (23,5%)

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Alvaro Mallols Fernandez 5, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Hákon Garri Gestsson 2, Anton Breki Hjaltason 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Ísak Kristinn Jónsson 1, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.

Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 15 (30,6%)

Staðan í deildinni