Fara í efni
Baldvin Þór Magnússon

Rúmlega 2000 mætt í enn eina veisluna

Myndir: Skapti Hallgrímsson

Árlegt N1 mót KA fyrir 5. flokk í knattspyrnu hófst í hádeginu í dag. Þetta er í 39. skipti sem KA-menn halda mótið og þátttakendur eru álíka margir nú og í fyrra – 2.046 í 204 liðum frá 38 félögum.

Veðrið er ljómandi gott á Akureyri, um 15 stig, logn og sólarlaust. Veðurspá er góð fyrir næstu daga sem gleður alla, enda skiptir veðrið miklu máli á samkomum sem þessari.

Keppt er bæði á KA-svæðinu og á Akureyrarvelli, gamla íþróttavellinum við Hólabraut. Leikið er frá morgni til kvölds næstu daga en mótinu lýkur með úrslitaleikjum um miðjan laugardaginn.

Fjöldi fólks fylgir liðunum jafnan til Akureyrar vegna N1 mótsins. Reiknað er með að um 9.000 manns leggi leið sína til bæjarins í tengslum við mótið. 

Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja á mótinu