Fara í efni
Aron Einar Gunnarsson

KA gert að greiða Arnari 11 milljónir króna

Arnar Grétarsson ásamt þáverandi aðstoðarþjálfara sínum, Hallgrími Jónassyni, sem tók við starfinu af Arnari þegar hann hætti hjá KA. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu, hafði betur gegn félaginu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og ber KA að greiða hátt í 11 milljónir króna auk dráttarvaxta.

Arnar höfðaði mál gegn félaginu þar sem hann taldi sig eiga inni vangoldin laun sem tengdust ákvæði í samningi hans um það að koma liðinu í Evrópukeppni. Samkvæmt dómsorði ber Knattspyrnufélagi Akureyrar að greiða Arnari tæpar 8,8 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þar að auki er KA gert að greiða Arnari tvær milljónir króna í málskotnað.

Knattspyrnuvefurinn 433.is greindi frá þessu fyrir stundu.